Þú ert staðföst manneskja sem líður best þegar lífið er í föstum skorðum. Þú hefur ekki sérlega gaman af óvæntum uppákomum eða veseni en þegar þú hefur bitið eitthvað í þig ertu eins og hundur með bein og gefst aldrei upp.
Þú ert ljúfur sem lamb en stendur þó fast á þínu. Þó þú virðist hlédrægur ertu í raun hrókur alls fagnaðar og veist ekkert betra en að segja sögur sem þú skreytir af stökustu list.